Van Gerwen þrefaldur heimsmeistari og einn allra vinsælasti kastarinn í bransanum enda var honum vel fagnað í Alexandra Palace í kvöld.
Hinn breski Chas Barstow stal reyndar senunni með því að vinna fyrsta settið, öllum að óvörum. Van Gerwen svaraði vel fyrir sig og vann öruggan 3-1 sigur.
!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2021
A brilliant showing from Chas Barstow, but Michael van Gerwen proves to be too strong, seeing out a superb 3-1 set success to close out tonight's action!#WHDarts pic.twitter.com/QMFEfhRSVH
Í hinum þremur leikjunum í kvöld var mikið um dýrðir. Rowby-John Rodriguez vann svakalega sannfærandi sigur á Nick Kenny, 3-0.
Jim Williams gerði sér lítið fyrir og skellti ungstirninu Ted Evetts, 3-1, og Adam Hunt vann afar öruggan sigur á Boris Krcmar, 3-0.
Á morgun heldur veislan áfram í Alexandra Palace og verður sem fyrr í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.