Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. desember 2021 06:55 Gert er ráð fyrir að Willum Þór Þórsson heilbrigðissráðherra greini frá nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira