„Þetta verður mikið vesen” Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 12:11 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir ómíkronafbrigðið svo smitandi að við mundum ekki ráða við að greina alla sem smitast ef það fær að geysa hér óhindrað. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57