Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 16:35 Inger Støjberg mun þurfa að víkja af þingi það sem eftir er kjörtímabils. EPA/Mathias Lovgreen Bojesen Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. Tilefni vantrauststillögunnar er það að Støjberg var í síðustu viku dæmd í sextíu daga fangelsi í Ríkisrétti Danmerkur vegna yfirlýsingar sem hún gaf út í starfi sínu sem ráðherra árið 2016. Lýsti hún því yfir að stúlkur undir átján ára aldri og fullorðnir karlmenn, sem sóttu um hæli í Danmörku, skyldu skilin að í flóttamannabúðum. Ríkisréttur mat það svo að fyrirskipunin hafi brotið lög og að Støjberg hafi verið meðvituð um það. Miklar umræður voru um málið á danska þinginu í dag sem tóku nokkra klukkutíma. Støjberg sat sjálf aftast í þingsal en tók ekki þátt í umræðum. Einir helstu stuðningsmenn hennar voru þingmenn Flokks fólksins. Gagnrýndu þeir sérstaklega þingmenn Sósíaldemókrata og Frjálslyndra fyrir að hafa stutt tillögu Støjberg á sínum tíma en tala fyrir vantrausti á hana í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Støjberg hafi verið utanríkisráðherra en það hefur verið leiðrétt. Danmörk Tengdar fréttir Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. 15. desember 2021 14:49 Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tilefni vantrauststillögunnar er það að Støjberg var í síðustu viku dæmd í sextíu daga fangelsi í Ríkisrétti Danmerkur vegna yfirlýsingar sem hún gaf út í starfi sínu sem ráðherra árið 2016. Lýsti hún því yfir að stúlkur undir átján ára aldri og fullorðnir karlmenn, sem sóttu um hæli í Danmörku, skyldu skilin að í flóttamannabúðum. Ríkisréttur mat það svo að fyrirskipunin hafi brotið lög og að Støjberg hafi verið meðvituð um það. Miklar umræður voru um málið á danska þinginu í dag sem tóku nokkra klukkutíma. Støjberg sat sjálf aftast í þingsal en tók ekki þátt í umræðum. Einir helstu stuðningsmenn hennar voru þingmenn Flokks fólksins. Gagnrýndu þeir sérstaklega þingmenn Sósíaldemókrata og Frjálslyndra fyrir að hafa stutt tillögu Støjberg á sínum tíma en tala fyrir vantrausti á hana í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Støjberg hafi verið utanríkisráðherra en það hefur verið leiðrétt.
Danmörk Tengdar fréttir Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. 15. desember 2021 14:49 Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. 15. desember 2021 14:49
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51