Fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti lauk í gær og því eru allar viðureignir dagsins hluti af annarri umferð. Fyrri útsending dagsins hefst klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 3 og sú síðari klukkan 19:00.
Þá eru þrír leikir á dagskrá í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta, en útsendingarnar hefjast allar klukkan 19:40.
Á Stöð 2 Sport taka nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar, Brentford, á móti Chelsea, Liverpool og Leicester eigast við á Stöð 2 Sport 2 og á Stöð 2 Sport 4 tekur Tottenham á móti West Ham í Lundúnaslag.