Búast má við enn hærri tölum eftir helgi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 18:38 Gríðarlegur fjöldi hefur skimaður á Suðurlandsbraut síðustu daga. Vísir/Vilhelm 16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið. 493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57