Mígreni, vefjagigt, bakverkir og aðrir langvinnir verkjasjúkdómar Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2021 12:01 Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun