Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 19:00 Allir vinna er heiti stjórnvalda á fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Fyrir úrræðið var endurgreiðslan upp á 60 prósent af virðisaukaskatti. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira