Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2021 12:04 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Oliudreifingar ehf. Endurvinnsla olíunnar fer fram birgðastöðinni í Örfirisey. Sigurjón Ólason Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að áætlað sé að olíuskipið Keilir fari 26 ferðir á næstu vikum til að flytja alla þá olíu sem loðnuverksmiðjur landsins þurfa á yfirstandandi vertíð til að mæta því að engin afgangsraforka er aflögu í kerfinu. „Auðvitað er þetta aukakolefnisspor. En það má geta þess að þriðjungur af þessu eldsneyti er endurnýtt eldsneyti sem búið er til hér á Íslandi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Úrgangsolían er meðal annars smurolía frá smurstöðvum og bílaverkstæðum. Myndin er úr Kjarnanum, verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.Arnar Halldórsson Þetta er olía sem fellur til frá smurstöðvum, bílaverkstæðum og margskyns iðnaði. „Það er bara úrgangsolía sem er tekin hérna til meðhöndlunar í Olíudreifingu og búið til úr henni eldsneyti. Þetta eru bara afgangar úr smurolíum og öðru sem til fellur.“ Þetta er innlend endurvinnsla, sem fram fer í olíustöðinni í Örfirisey. „Þetta er gert hérna heima, gert í birgðastöðinni sem við erum í,“ segir Hörður. Frá Þórshöfn. Þar rekur Ísfélag Vestmannaeyja fiskimjölsverksmiðju.Vilhelm Gunnarsson Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðjanna á loðnuvertíðinni gæti farið yfir tvo milljarða króna. Hér er um háar fjárhæðir að tefla. „Þetta eru ekki bara bein útlát af gjaldeyri. Þriðjungurinn gæti falist í sparnaði með því að nota þetta eldsneyti,“ segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Sjávarútvegur Loðnuveiðar Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Tengdar fréttir Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 kom fram að áætlað sé að olíuskipið Keilir fari 26 ferðir á næstu vikum til að flytja alla þá olíu sem loðnuverksmiðjur landsins þurfa á yfirstandandi vertíð til að mæta því að engin afgangsraforka er aflögu í kerfinu. „Auðvitað er þetta aukakolefnisspor. En það má geta þess að þriðjungur af þessu eldsneyti er endurnýtt eldsneyti sem búið er til hér á Íslandi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Úrgangsolían er meðal annars smurolía frá smurstöðvum og bílaverkstæðum. Myndin er úr Kjarnanum, verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.Arnar Halldórsson Þetta er olía sem fellur til frá smurstöðvum, bílaverkstæðum og margskyns iðnaði. „Það er bara úrgangsolía sem er tekin hérna til meðhöndlunar í Olíudreifingu og búið til úr henni eldsneyti. Þetta eru bara afgangar úr smurolíum og öðru sem til fellur.“ Þetta er innlend endurvinnsla, sem fram fer í olíustöðinni í Örfirisey. „Þetta er gert hérna heima, gert í birgðastöðinni sem við erum í,“ segir Hörður. Frá Þórshöfn. Þar rekur Ísfélag Vestmannaeyja fiskimjölsverksmiðju.Vilhelm Gunnarsson Olíukostnaður fiskimjölsverksmiðjanna á loðnuvertíðinni gæti farið yfir tvo milljarða króna. Hér er um háar fjárhæðir að tefla. „Þetta eru ekki bara bein útlát af gjaldeyri. Þriðjungurinn gæti falist í sparnaði með því að nota þetta eldsneyti,“ segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Sjávarútvegur Loðnuveiðar Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Tengdar fréttir Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41