Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 21:01 Þau Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir eru sammála um margt en ekki gildandi samkomutakmarkanir. vísir/vilhelm Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt. Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira