Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:50 Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi. Vísir/Vilhelm. Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira