Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2022 11:30 Íslenska landsliðið dvelur í svokallaðri búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest í næstu viku. vísir/vilhelm Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn