Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2022 20:00 Hægt er að senda bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun af völdum Covid-19 til Sjúkratrygginga. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar geta komið fram þó það sé afar sjaldgæft samkvæmt rannsóknum. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. Nú þegar hafa 77% landsmanna verið bólusettir og 91% 12 ára og eldri. Gefnir hafa verið um 718 þúsund skammtar. Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um aukaverkanir og hafa alls 5.941 tilkynning borist. Þar af 261 alvarleg. Ragnar Visage Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar aukaverkanir. „Í einhverjum tilvikum er hægt að tengja þetta bóluefninu. Í vel flestum tilvikum eru þetta einhverjir undirliggjandi sjúkdómar. Það var talað um blóðtappa. Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er einna stærsti hópurinn sem var tilkynntur inn til okkar vegna alvarlegra aukaverkana. Í rannsókn sem var gerð hér heima sást tenging í einu til tveimur tilfellum og erlendis hefur náttúrulega verið sýnt fram á tengingu milli blóðtappa og bóluefnis,“ segir Rúna. Þá hafa borist margar tilkynningar um röskun á tíðahring eftir bólusetninguna. Í október skilaði nefnd niðurstöðum um að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella milli blæðinga og bólusetninga. Fleiri eru að gera rannsóknir. „Norðmenn hafa sýnt fram á tengsl milli röskunar á tíðahring en ekki Danir. En þetta er allt hluti af því að safna upplýsingum og því er mikilvægt að við fáum tilkynningar um aukaverkanir til okkar,“ segir Rúna 35 andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu. Þar af eru fimm á aldrinum 50 til 64 ára. Ragnar Visage „Það var töluvert mikið í upphafi sem við fengum tilkynningar um andlát. Það voru náttúrulega aldraðir með mikið undirliggjandi sjúkdóma. En þetta er að sjálfsögðu alvarlegasta aukaverkunin,“ segir Rúna. Á þriðja tug umsókna Alþingi samþykkti í fyrra lög um bótarétt vegna bólusetningar gegn Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hafa 23 nú þegar sótt um slíkar bætur til stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00 Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Nú þegar hafa 77% landsmanna verið bólusettir og 91% 12 ára og eldri. Gefnir hafa verið um 718 þúsund skammtar. Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um aukaverkanir og hafa alls 5.941 tilkynning borist. Þar af 261 alvarleg. Ragnar Visage Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar aukaverkanir. „Í einhverjum tilvikum er hægt að tengja þetta bóluefninu. Í vel flestum tilvikum eru þetta einhverjir undirliggjandi sjúkdómar. Það var talað um blóðtappa. Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er einna stærsti hópurinn sem var tilkynntur inn til okkar vegna alvarlegra aukaverkana. Í rannsókn sem var gerð hér heima sást tenging í einu til tveimur tilfellum og erlendis hefur náttúrulega verið sýnt fram á tengingu milli blóðtappa og bóluefnis,“ segir Rúna. Þá hafa borist margar tilkynningar um röskun á tíðahring eftir bólusetninguna. Í október skilaði nefnd niðurstöðum um að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella milli blæðinga og bólusetninga. Fleiri eru að gera rannsóknir. „Norðmenn hafa sýnt fram á tengsl milli röskunar á tíðahring en ekki Danir. En þetta er allt hluti af því að safna upplýsingum og því er mikilvægt að við fáum tilkynningar um aukaverkanir til okkar,“ segir Rúna 35 andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu. Þar af eru fimm á aldrinum 50 til 64 ára. Ragnar Visage „Það var töluvert mikið í upphafi sem við fengum tilkynningar um andlát. Það voru náttúrulega aldraðir með mikið undirliggjandi sjúkdóma. En þetta er að sjálfsögðu alvarlegasta aukaverkunin,“ segir Rúna. Á þriðja tug umsókna Alþingi samþykkti í fyrra lög um bótarétt vegna bólusetningar gegn Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hafa 23 nú þegar sótt um slíkar bætur til stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00 Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36