„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 08:31 Sveinn Jóhannsson yfirgaf Grand Hótel í gær og fer ekki með til Búdapest í næstu viku, á EM. vísir/Sigurjón Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn. EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn.
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira