*Höskuldarviðvörun* Hér verður fjallað um söguþráð úr þáttunum And Just Like That.
Sindri var að forvitnast um uppáhalds hlutinn hennar Hildar í fataskápnum og þá dró hún fram fallega bláa Manolo Blahnik skó. Hildur sá fyrir sér að gifta sig í skónum og hefur gert það síðan þátturinn var tekinn upp. Skórnir voru ekki hvaða skór sem er heldur sambærilegir þeim sem Carrie Bradshaw, aðalpersónan í Sex and the City gifti sig í þegar fyrri framhaldsmyndin eftir þáttunum var gerð. Hildur er lunkin með fjármál og náði að finna notað par af skónum í sinni stærð á aðeins brot af því sem skórnir kosta.
Skórnir spiluðu stórt hlutverk í myndunum og bað kærasti Carrie um hönd hennar með skónum í stað hrings eins og venjan er. Nýlega fengu skórnir þó nýtt hlutverk þegar framhaldssería þáttanna sem ber nafnið And Just Like That fór í loftið í lok síðasta árs. Skórnir spila enn stórt hlutverk en í þetta skiptið var hlutverkið ekki jafn jákvætt. Í stað þess að vera tákn ástarinnar voru þeir þungamiðja þess þegar Carrie kemur heim, klædd brúðkaupsskónum, að deyjandi eiginmanni sínum þar sem hann liggur í sturtunni.

Aðspurð segist Hildur ekki vera búin að horfa á þáttinn en hafi heyrt af örlögum skónna og Mr. Big. Líkt og kunnugt er sækist Hildur eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Við vonum við að skórnir færi henni mun meiri lukku í framtíðinni en þeir færðu Carrie Bradshaw.