Er ekki bara best að sleppa þumlinum? Þórdís Valsdóttir skrifar 7. janúar 2022 14:30 Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun