Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2022 13:03 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar, auk fjölda annarra atriða, sem tíunduð eru í skýrslunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps
Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira