Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 23:12 Prinsinn snýr aftur til Bel-Air í nýjum þáttum á Peacock. Skjáskot/Getty Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein