Í tilkynningu frá Icelandair segir að félagið muni fljúga til 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022 – 29 áfangastaðir í Evrópu og fjórtán í Norður-Ameríku.
„Í dag bættust Róm og Nice við sem nýir áfangastaðir í leiðakerfinu. Til viðbótar var Montreal nýverið bætt við á ný auk þess sem Alicante færist nú yfir í leiðakerfi Icelandair, en félagið hefur hingað til flogið til Alicante í leiguflugi.
Róm. Flugtímabil: 6. júlí til 4. september. Flogið tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum.
Nice. Flugtímabil: 6. júlí til 27. ágúst. Flogið tvisvar í viku á miðvikudögum og laugardögum.
Montreal. Flugtímabil: 24. júní til 25. september. Flogið þrisvar í viku á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.
Alicante. Flugtímabil: fram til loka október. Flogið einu sinni til tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum.
43 áfangastaðir í Evrópu og Norður-Ameríku
Icelandair flýgur samtals til 43 áfangastaða í millilandaflugi sumarið 2022. Þar af eru 29 áfangastaðir í Evrópu og 14 áfangastaðir í Norður-Ameríku.
Heilsársáfangastaðir: Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Oslo, Helsinki, Amsterdam, París, Berlín, Frankfurt, Munchen, Zurich, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Boston, New York, Seattle, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Tenerife, Nuuk og Kulusuk.
Árstíðarbundnir áfangastaðir: Róm, Nice, Montreal, Alicante, Raleigh-Durham, Bergen, Billund, Hamborg, Genf, Brussel, Minneapolis, Vancouver, Portland, Anchorage, Baltimore, Mílanó, Madrid, Salzburg, Orlando, Ilulissat og Narsarsuaq,“ segir í tilkynningunni.