Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni Indriði Stefánsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun