Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 13. janúar 2022 08:01 Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lýsingarnar í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru ófagrar. Isavia bolar burt fyrirtækjum sem eru í samkeppni við eigin starfsemi þess á vellinum. Isavia mismunar fyrirtækjum og breytir samningum eftirá. Isavia berst með kjafti og klóm gegn því að samkeppni komi ferðamönnum til góða. Isavia okrar á margvíslegri aðstöðu sem fyrirtæki þurfa. Isavia fer ekki eftir ítrekuðum tilmælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur. Allt framferði Isavia einkennist af óseðjandi þörf til að hafa sem mestar tekjur. Sú þörf virðist til komin vegna þess hvað starfsemin á Keflavíkurflugvelli er illa rekin. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að einingakostnaður Keflavíkurflugvallar sé 59% hærri en að meðaltali á öðrum flugvöllum í Evrópu. Breytilegur kostnaður á einingu á Keflavíkurflugvelli er 2,5 sinnum hærri en í Kaupmannahöfn þó launakostnaður í Danmörku sé svipaður og á Íslandi. Afleiðingin er sú að Isavia er með minnstu samkeppnishæfni reiknað út frá kostnaði af rekstraraðilum flugvalla í Evrópu. Það skekkir samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Það eru jú ferðamenn sem greiða alltaf kostnaðinn á endanum. Ekki er þetta glæsilegur dómur yfir ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Enda beinir Samkeppniseftirlitið tilmælum til þriggja ráðuneyta um að taka til hjá Isavia og tryggja að fyrirtækið vinni eftir samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið bendir á að virk samkeppni hafi sömu þýðingu í flugrekstri og flugvallarstarfsemi eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Reynslan sýni, sem og rannsóknir fræðimanna, að virk samkeppni stuðli m.a. að því að; neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verði, vöruframboð eykst og þjónusta batnar, stjórnendur eru knúnir til að bæta rekstur og hagræða í starfsemi sinni og nýsköpun og framfarir verða meiri. Eins og handrukkari Dæmin sem tilgreind eru í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru hvert öðru ljótara. Of langt mál er að fjalla um þau öll hér, enda er skýrslan 32 blaðsíður. Nærtækasta dæmið snýr að okurgjaldi Isavia á hópferðabíla á svokölluðu fjarstæði við flugstöðina. Isavia lagði þetta okurgjald á til að koma í veg fyrir samkeppni hópferðabíla með farþega á leið frá flugvellinum og tryggja sér sem mestar tekjur af þeim flutningum. Þann 1. mars næstkomandi verða liðin 4 ár frá því að gjaldtakan hófst og allan þann tíma hefur Isavia þverskallast við að leiðrétta hana. Samkeppniseftirlitið hefur krafið Isavia um að haga gjaldtökunni í samræmi við kostnað af henni. En Isavia hefur ekkert gert til að verða við afar skýrum tilmælum eftirlitsins og hagar sér áfram eins og handrukkari. Ríki í ríkinu Í raun er með ólíkindum að ríkisfyrirtækið Isavia skuli komast upp með að hundsa allar ábendingar Samkeppniseftirlitsins og halda áfram að haga sér eins og ríki í ríkinu. Nokkuð ljóst er að einkafyrirtæki kæmist ekki upp með að sýna Samkeppniseftirlitinu fingurinn trekk í trekk. Langlundargeð eftirlitsins er undarlega mikið og ótrúlegt að Isavia hafi sloppið við háar sektargreiðslur. Spyrja má hvort fyrirkomulag á skipun í stjórn Isavia skýri framferði fyrirtækisins að hluta. Stjórnin er skipuð fulltrúum sem stjórnmálaflokkar tilnefna, fremur en að það sé valið á grundvelli þekkingar í viðkomandi starfsumhverfi eins og alla jafna er gert í stórum almenningshlutafélögum. Í núverandi stjórn eru fulltrúar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Allt án efa hið mætasta fólk en full ástæða til að spyrja hversu gott taumhald það hefur á stjórnendum fyrirtækisins. Máttleysi Samtaka ferðaþjónustunnar Fyrirtæki mitt hefur lengi staðið í stappi við Isavia vegna okurgjaldanna á fjarstæðunum og haft verulegan kostnað af því. Samkeppniseftirlitið hefur í einu og öllu tekið undir málstað okkar, þó svo að lítið hafi þokast þrátt fyrir það. Framan af höfðum við stuðning við þessa baráttu frá Samtökum ferðaþjónustunnar – SAF. Enda varðaði hún hagsmuni fjölda fyrirtækja í þeim samtökum og í raun ferðaþjónustunnar allrar. En síðan dró SAF stuðning sinn til baka. Þessa breyttu afstöðu SAF má rekja til þess að nýtt fólk settist í forystu samtakanna. Hagsmunir einstakra fyrirtækja sem tengjast stjórnarmönnum voru teknir fram yfir hagsmuni heildarinnar. Auðvitað er þessi viðsnúningur með ólíkindum og til skammar að heildarsamtök ferðaþjónustufyrirtækja horfi með hangandi hendi á Isavia vaða á skítugum skónum yfir atvinnugreinina. Það á auðvitað ekki aðeins við um þetta eina ágreiningsefni, enda leggur Samkeppniseftirlitið til úrbætur í 8 liðum varðandi starfsemi Isavia. Langvarandi brotastarfsemi Isavia Samkeppniseftirlitið segir í skýrslunni (Álit nr. 1/2022) að markmiðin með tilmælum til stjórnvalda um breytta hegðun Isavia séu til þess fallin að skapa betri og samkeppnisvænni umgjörð um flugvallarrekstur á Íslandi, gera starfsemi Isavia markvissari og öflugri, efla ferðaþjónustu á Íslandi, tryggja hagsmuni ferðalanga og auðvelda eftirfylgni við samkeppnislög. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að lesa skýrslu Samkeppniseftirlitsins um Isavia þá er hér stutt samantekt um mál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur staðið fyrirtækið að því að hindra samkeppni og brjóta lög. Samningar Isavia um veitingasölu innan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samningar Isavia um bankaviðskipti í FLE. Háttsemi Isavia gagnvart fyrirtækjum sem stundað hafa flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Háttsemi Isavia gagnvart Base Parking og Smart Parking vegna bílageymsluþjónustu. Samningar Isavia við rútufyrirtæki um aðstöðu á nærstæðum fyrir framan flugstöðina. Gjaldtaka á fjarstæðum fyrir hópferðabíla. Samkeppnishamlandi fyrirkomulag við úthlutun á afgreiðslutímum til flugfélaga. Til viðbótar hefur Samkeppniseftirlitið á allmörgum undanliðnum árum fylgst með og fengið ábendingar er varða ýmsa aðra starfsemi í og kringum Keflavíkurflugvöll, s.s. aðstöðu fyrir bílaleigubíla, Fríhöfnina, kynningu á flugvellinum á þjónustu þriðju aðila á vettvangi flugvallarins o.s.frv. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lýsingarnar í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru ófagrar. Isavia bolar burt fyrirtækjum sem eru í samkeppni við eigin starfsemi þess á vellinum. Isavia mismunar fyrirtækjum og breytir samningum eftirá. Isavia berst með kjafti og klóm gegn því að samkeppni komi ferðamönnum til góða. Isavia okrar á margvíslegri aðstöðu sem fyrirtæki þurfa. Isavia fer ekki eftir ítrekuðum tilmælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur. Allt framferði Isavia einkennist af óseðjandi þörf til að hafa sem mestar tekjur. Sú þörf virðist til komin vegna þess hvað starfsemin á Keflavíkurflugvelli er illa rekin. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að einingakostnaður Keflavíkurflugvallar sé 59% hærri en að meðaltali á öðrum flugvöllum í Evrópu. Breytilegur kostnaður á einingu á Keflavíkurflugvelli er 2,5 sinnum hærri en í Kaupmannahöfn þó launakostnaður í Danmörku sé svipaður og á Íslandi. Afleiðingin er sú að Isavia er með minnstu samkeppnishæfni reiknað út frá kostnaði af rekstraraðilum flugvalla í Evrópu. Það skekkir samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Það eru jú ferðamenn sem greiða alltaf kostnaðinn á endanum. Ekki er þetta glæsilegur dómur yfir ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Enda beinir Samkeppniseftirlitið tilmælum til þriggja ráðuneyta um að taka til hjá Isavia og tryggja að fyrirtækið vinni eftir samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið bendir á að virk samkeppni hafi sömu þýðingu í flugrekstri og flugvallarstarfsemi eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Reynslan sýni, sem og rannsóknir fræðimanna, að virk samkeppni stuðli m.a. að því að; neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verði, vöruframboð eykst og þjónusta batnar, stjórnendur eru knúnir til að bæta rekstur og hagræða í starfsemi sinni og nýsköpun og framfarir verða meiri. Eins og handrukkari Dæmin sem tilgreind eru í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru hvert öðru ljótara. Of langt mál er að fjalla um þau öll hér, enda er skýrslan 32 blaðsíður. Nærtækasta dæmið snýr að okurgjaldi Isavia á hópferðabíla á svokölluðu fjarstæði við flugstöðina. Isavia lagði þetta okurgjald á til að koma í veg fyrir samkeppni hópferðabíla með farþega á leið frá flugvellinum og tryggja sér sem mestar tekjur af þeim flutningum. Þann 1. mars næstkomandi verða liðin 4 ár frá því að gjaldtakan hófst og allan þann tíma hefur Isavia þverskallast við að leiðrétta hana. Samkeppniseftirlitið hefur krafið Isavia um að haga gjaldtökunni í samræmi við kostnað af henni. En Isavia hefur ekkert gert til að verða við afar skýrum tilmælum eftirlitsins og hagar sér áfram eins og handrukkari. Ríki í ríkinu Í raun er með ólíkindum að ríkisfyrirtækið Isavia skuli komast upp með að hundsa allar ábendingar Samkeppniseftirlitsins og halda áfram að haga sér eins og ríki í ríkinu. Nokkuð ljóst er að einkafyrirtæki kæmist ekki upp með að sýna Samkeppniseftirlitinu fingurinn trekk í trekk. Langlundargeð eftirlitsins er undarlega mikið og ótrúlegt að Isavia hafi sloppið við háar sektargreiðslur. Spyrja má hvort fyrirkomulag á skipun í stjórn Isavia skýri framferði fyrirtækisins að hluta. Stjórnin er skipuð fulltrúum sem stjórnmálaflokkar tilnefna, fremur en að það sé valið á grundvelli þekkingar í viðkomandi starfsumhverfi eins og alla jafna er gert í stórum almenningshlutafélögum. Í núverandi stjórn eru fulltrúar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Allt án efa hið mætasta fólk en full ástæða til að spyrja hversu gott taumhald það hefur á stjórnendum fyrirtækisins. Máttleysi Samtaka ferðaþjónustunnar Fyrirtæki mitt hefur lengi staðið í stappi við Isavia vegna okurgjaldanna á fjarstæðunum og haft verulegan kostnað af því. Samkeppniseftirlitið hefur í einu og öllu tekið undir málstað okkar, þó svo að lítið hafi þokast þrátt fyrir það. Framan af höfðum við stuðning við þessa baráttu frá Samtökum ferðaþjónustunnar – SAF. Enda varðaði hún hagsmuni fjölda fyrirtækja í þeim samtökum og í raun ferðaþjónustunnar allrar. En síðan dró SAF stuðning sinn til baka. Þessa breyttu afstöðu SAF má rekja til þess að nýtt fólk settist í forystu samtakanna. Hagsmunir einstakra fyrirtækja sem tengjast stjórnarmönnum voru teknir fram yfir hagsmuni heildarinnar. Auðvitað er þessi viðsnúningur með ólíkindum og til skammar að heildarsamtök ferðaþjónustufyrirtækja horfi með hangandi hendi á Isavia vaða á skítugum skónum yfir atvinnugreinina. Það á auðvitað ekki aðeins við um þetta eina ágreiningsefni, enda leggur Samkeppniseftirlitið til úrbætur í 8 liðum varðandi starfsemi Isavia. Langvarandi brotastarfsemi Isavia Samkeppniseftirlitið segir í skýrslunni (Álit nr. 1/2022) að markmiðin með tilmælum til stjórnvalda um breytta hegðun Isavia séu til þess fallin að skapa betri og samkeppnisvænni umgjörð um flugvallarrekstur á Íslandi, gera starfsemi Isavia markvissari og öflugri, efla ferðaþjónustu á Íslandi, tryggja hagsmuni ferðalanga og auðvelda eftirfylgni við samkeppnislög. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að lesa skýrslu Samkeppniseftirlitsins um Isavia þá er hér stutt samantekt um mál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur staðið fyrirtækið að því að hindra samkeppni og brjóta lög. Samningar Isavia um veitingasölu innan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samningar Isavia um bankaviðskipti í FLE. Háttsemi Isavia gagnvart fyrirtækjum sem stundað hafa flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Háttsemi Isavia gagnvart Base Parking og Smart Parking vegna bílageymsluþjónustu. Samningar Isavia við rútufyrirtæki um aðstöðu á nærstæðum fyrir framan flugstöðina. Gjaldtaka á fjarstæðum fyrir hópferðabíla. Samkeppnishamlandi fyrirkomulag við úthlutun á afgreiðslutímum til flugfélaga. Til viðbótar hefur Samkeppniseftirlitið á allmörgum undanliðnum árum fylgst með og fengið ábendingar er varða ýmsa aðra starfsemi í og kringum Keflavíkurflugvöll, s.s. aðstöðu fyrir bílaleigubíla, Fríhöfnina, kynningu á flugvellinum á þjónustu þriðju aðila á vettvangi flugvallarins o.s.frv. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Iceland.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun