Tíu mega koma saman Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 14. janúar 2022 12:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir kynntu hertar aðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. Tíu mega koma saman í stað tuttugu að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. „Við áttum okkur á því að það er þung staða inn á spítala,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þetta var á meðal þess sem ríkisstjórnin ákvað á fundi hennar í Ráðherrabústaðinum í morgun. Willum Þór sagði stjórnvöld hafa farið yfir tillögur sóttvarnalæknis, þær séu margar. Staðan á spítalanum sé alvarleg og hann verði studdur með ráðum og dáðum. Fyrst og fremst verði reynt að efla efla mönnun. Samfélagið mun þurfa að ganga í takt. Sóttvarnarreglur sem eru í gildi vegna skólahalds verða óbreyttar. Þá er einnig verið að skoða aðgerðir fyrir veitinga- og menningageirans. Verið er að horfa til aðgerða á borð við viðspyrnustyrkjanna. Þetta verði kynnt síðar. Þrír dagar frá því að samkomutakmarkanir voru framlengdar óbreyttar Ekki eru nema þrír dagar, þann 11. janúar síðastliðinn, frá því að tilkynnt var að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar frá því sem var í gildi, til 2. febrúar næstkomandi. Var það gert á grundvelli nærri vikugamals minnisblaðs, dagsett 5. janúar, frá sóttvarnalækni. Þann 10. janúar höfðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir sent heilbrigðisráðherra annað minnisblað, þar sem varað var við alvarlegri stöðu í heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði síðar á upplýsingafundi að brýnt væri að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, þar sem það væri eitthvað sem Landspítalinn gæti ráðið við. Daglegur fjöldi hefur verið um og yfir eitt þúsund síðustu daga. Sagði hann líklegt að hann myndi senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi. Minnisblaðið barst til heilbrigðisráðherra í gær en Þórólfur vildi þá ekkert gefa upp hvað fælist í minnisblaðinu. Staðan í dag 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 49 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 51 prósent utan sóttkvíar. 9.671 er nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 9.815 í gær. 11.061 er nú í sóttkví, en voru 9.769 í gær. 743 eru nú í skimunarsóttkví. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm 4.457 einkennasýni voru greind, 1.255 sóttkvíarsýni og 846 landamærasýni. 43 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af átta á gjörgæslu. Í gær var staðan sú að 44 voru á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af sex á gjörgæslu. Nýjar takmarkanir eru útlistaðar í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Hér má lesa hana í heild sinni: Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi. Gripið er til hertra ráðstafana með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala. Samhliða er markvisst unnið að því að styrkja Landspítala og auka getu hans til að mæta miklu álagi. Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns. Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu. Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími. Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi. Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst. Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
Tíu mega koma saman í stað tuttugu að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. „Við áttum okkur á því að það er þung staða inn á spítala,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þetta var á meðal þess sem ríkisstjórnin ákvað á fundi hennar í Ráðherrabústaðinum í morgun. Willum Þór sagði stjórnvöld hafa farið yfir tillögur sóttvarnalæknis, þær séu margar. Staðan á spítalanum sé alvarleg og hann verði studdur með ráðum og dáðum. Fyrst og fremst verði reynt að efla efla mönnun. Samfélagið mun þurfa að ganga í takt. Sóttvarnarreglur sem eru í gildi vegna skólahalds verða óbreyttar. Þá er einnig verið að skoða aðgerðir fyrir veitinga- og menningageirans. Verið er að horfa til aðgerða á borð við viðspyrnustyrkjanna. Þetta verði kynnt síðar. Þrír dagar frá því að samkomutakmarkanir voru framlengdar óbreyttar Ekki eru nema þrír dagar, þann 11. janúar síðastliðinn, frá því að tilkynnt var að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar frá því sem var í gildi, til 2. febrúar næstkomandi. Var það gert á grundvelli nærri vikugamals minnisblaðs, dagsett 5. janúar, frá sóttvarnalækni. Þann 10. janúar höfðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir sent heilbrigðisráðherra annað minnisblað, þar sem varað var við alvarlegri stöðu í heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði síðar á upplýsingafundi að brýnt væri að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, þar sem það væri eitthvað sem Landspítalinn gæti ráðið við. Daglegur fjöldi hefur verið um og yfir eitt þúsund síðustu daga. Sagði hann líklegt að hann myndi senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi. Minnisblaðið barst til heilbrigðisráðherra í gær en Þórólfur vildi þá ekkert gefa upp hvað fælist í minnisblaðinu. Staðan í dag 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 49 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 51 prósent utan sóttkvíar. 9.671 er nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 9.815 í gær. 11.061 er nú í sóttkví, en voru 9.769 í gær. 743 eru nú í skimunarsóttkví. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm 4.457 einkennasýni voru greind, 1.255 sóttkvíarsýni og 846 landamærasýni. 43 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af átta á gjörgæslu. Í gær var staðan sú að 44 voru á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af sex á gjörgæslu. Nýjar takmarkanir eru útlistaðar í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Hér má lesa hana í heild sinni: Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi. Gripið er til hertra ráðstafana með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala. Samhliða er markvisst unnið að því að styrkja Landspítala og auka getu hans til að mæta miklu álagi. Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns. Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu. Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími. Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi. Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst. Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi. Gripið er til hertra ráðstafana með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala. Samhliða er markvisst unnið að því að styrkja Landspítala og auka getu hans til að mæta miklu álagi. Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns. Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu. Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími. Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi. Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst. Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 „Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. 13. janúar 2022 20:32 Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. 12. janúar 2022 19:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32
„Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. 13. janúar 2022 20:32
Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. 12. janúar 2022 19:02