Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 11:42 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13