Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2022 23:02 Janus Daði var ískaldur á bekknum en kom sjóðheitur inn og bjargaði málunum. Frábær frammistaða. vísir/epa Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum. Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira