Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 09:35 Fólk í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fylgist með fréttaflutningi af nýjustu eldflaugaskotunum. AP/Lee Jin-man Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47