Segir ekkert hæft í ásökunum nafna síns Ragnarssonar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2022 20:13 Guðmundur Helgi tilkynnti fyrir nokkru að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Hann segir ákveðið breytingaferli í gangi innan félagsins, sem miði að því að auka samvinnu við önnur félög. Hann nefnir sem dæmi að sjómannafélögin fimm hafi í fyrsta sinn í fjölda ára sameinast um eitt tilboð til viðsemjenda sinna í lok síðasta árs. ASÍ „Ég bara næ ekki um hvað hann er að tala og hvaða ásakanir þetta eru,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), um það sem fram kemur í framboðstilkynningu nafna hans Ragnarssonar. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, sendi fjölmiðlum tilkynningu í dag þar sem hann sagðist sækjast eftir formannsembættinu á ný. Margir hefðu hvatt hann til dáða og ástæður hans væru margvíslegar en sú alvarlegasta að unnið væri að því að leggja félagið niður með samruna inn í annað félag. Umrætt félag er 2F en það nær yfir þau félög sem standa saman að Húsi Fagfélaganna; Byggiðn - félag byggingamanna, FIT - félag iðn- og tæknigreina, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn - samband iðnfélaga. Félögin fluttu í sameiginlegt húsnæði að Stórhöfða 31 á vormánuðum árið 2019 en VM flutti að Stórhöfða 29 í fyrra, að sögn Guðmundar Helga. Hann segist hafa lagt upp með það þegar hann var kjörinn formaður fyrir fjórum árum að vinna að nánari samvinnu iðnaðarfélaganna og stéttarfélaga sjómanna. Guðmundur Ragnarsson fer mikinn í framboðstilkynningu sinni og segist munu draga mál fram í dagsljósið í kosningabaráttu sinni. Hann var formaður VM 2008 til 2018 en laut þá í lægra haldi fyrir nafna sínum, fékk 45,8 prósent atkvæða en Guðmundur Helgi 51,5 prósent atkvæða. „Þetta hefur borið þann ávöxt að núna erum við farin að vinna mjög mikið saman iðnaðarfélögin í landi,“ segir Guðmundur. Verið sé að skoða hvort félögin geti unnið saman undir merkjum 2F og deilt ýmsum kostnaði, til að mynda hvað varðar bókhalds- og lögfræðiþjónustu. „Þetta er allt gert með því hugarfari að styrkja stöðu iðnfélaganna út á við og það er þegar farið að hafa áhrif á aðkomu okkar að stjórnvöldum; við eigum auðveldara með að komast að borðinu sem eitt en sitt á hvað,“ segir hann. Hitt sé alveg ljóst að félögin séu áfram sjálfstæð félög. Kannast ekki við vafasama fjármálagjörninga Guðmundur Ragnarsson segir í framboðstilkynningu sinni að umrædd sameining sé að eiga sér stað án vitundar félagsmanna. Spurður að því hversu langt þessi samvinna nái nú þegar, segir Guðmundur Helgi menn vera að stíga fyrstu skref. „Við erum í þeirri umræðu núna og ætlum að taka þátt í þessu til að auka samlegðaráhrifin, auka slagkraft félaganna og gera þetta skilvirkara fyrir félagsmenn þannig að við spörum pening og bætum þjónustuna.“ Guðmundur segist hafa upplýst stjórn um hvert skref og fengið heimild til að halda áfram. Spurður að því hvort félagsmenn fái að koma að ákvarðanatökunni segir hann málið munu verða borið undir fulltrúaráð félagsins. Nafni kemur víðar við í framboðstilkynningu sinni og segir meðal annars: „Síðast en ekki síst er það álit margra að meðferð á fjármunum félagsins stangist á við lög þess með þeim hætti að mögulega sé ástæða til lögreglurannsóknar.“ Guðmundur Helgi segist ekki hafa hugmynd um hvers sé verið að vísa til. „Guðmundur á að vita að hér hefur ekkert breyst í verkferlum gagnvart fjármálum félagsins síðan hann hætti; við erum með sama endurskoðendafyrirtækið,“ segir núverandi formaður. „Allir reikningar fara í gegnum skrifstofustjóra og bókara og mér finnst þetta vera aðdróttanir í garð þessa starfsfólks sem er búið að vera hérna innandyra sumt í 20 ár. Skrifstofustjórinn vann hérna allan tímann með Guðmundi ég mér finnst leitt að hann skuli bera þetta svona á borð.“ Hvað varðar launakjör sín, sem Guðmundur Ragnarson kemur einnig inn á í framboðstilkynningunni, segist Guðmundur Helgi vera á lægri launum en nafni var á sínum tíma. „Munurinn á mínum launum og Guðmundar eru bónus og aukagreiðslur en þær voru teknar af þegar ég byrjaði hérna,“ segir Guðmundur Helgi. „Það þótti bara mjög eðlilegt að stjórnarseta formanns innan félagsins væri innifalin í laununum,“ bætir hann við. Heildarlaun hans séu þannig lægri en heildarlaun Guðmundar Ragnarssonar voru á sínum tíma. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, sendi fjölmiðlum tilkynningu í dag þar sem hann sagðist sækjast eftir formannsembættinu á ný. Margir hefðu hvatt hann til dáða og ástæður hans væru margvíslegar en sú alvarlegasta að unnið væri að því að leggja félagið niður með samruna inn í annað félag. Umrætt félag er 2F en það nær yfir þau félög sem standa saman að Húsi Fagfélaganna; Byggiðn - félag byggingamanna, FIT - félag iðn- og tæknigreina, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn - samband iðnfélaga. Félögin fluttu í sameiginlegt húsnæði að Stórhöfða 31 á vormánuðum árið 2019 en VM flutti að Stórhöfða 29 í fyrra, að sögn Guðmundar Helga. Hann segist hafa lagt upp með það þegar hann var kjörinn formaður fyrir fjórum árum að vinna að nánari samvinnu iðnaðarfélaganna og stéttarfélaga sjómanna. Guðmundur Ragnarsson fer mikinn í framboðstilkynningu sinni og segist munu draga mál fram í dagsljósið í kosningabaráttu sinni. Hann var formaður VM 2008 til 2018 en laut þá í lægra haldi fyrir nafna sínum, fékk 45,8 prósent atkvæða en Guðmundur Helgi 51,5 prósent atkvæða. „Þetta hefur borið þann ávöxt að núna erum við farin að vinna mjög mikið saman iðnaðarfélögin í landi,“ segir Guðmundur. Verið sé að skoða hvort félögin geti unnið saman undir merkjum 2F og deilt ýmsum kostnaði, til að mynda hvað varðar bókhalds- og lögfræðiþjónustu. „Þetta er allt gert með því hugarfari að styrkja stöðu iðnfélaganna út á við og það er þegar farið að hafa áhrif á aðkomu okkar að stjórnvöldum; við eigum auðveldara með að komast að borðinu sem eitt en sitt á hvað,“ segir hann. Hitt sé alveg ljóst að félögin séu áfram sjálfstæð félög. Kannast ekki við vafasama fjármálagjörninga Guðmundur Ragnarsson segir í framboðstilkynningu sinni að umrædd sameining sé að eiga sér stað án vitundar félagsmanna. Spurður að því hversu langt þessi samvinna nái nú þegar, segir Guðmundur Helgi menn vera að stíga fyrstu skref. „Við erum í þeirri umræðu núna og ætlum að taka þátt í þessu til að auka samlegðaráhrifin, auka slagkraft félaganna og gera þetta skilvirkara fyrir félagsmenn þannig að við spörum pening og bætum þjónustuna.“ Guðmundur segist hafa upplýst stjórn um hvert skref og fengið heimild til að halda áfram. Spurður að því hvort félagsmenn fái að koma að ákvarðanatökunni segir hann málið munu verða borið undir fulltrúaráð félagsins. Nafni kemur víðar við í framboðstilkynningu sinni og segir meðal annars: „Síðast en ekki síst er það álit margra að meðferð á fjármunum félagsins stangist á við lög þess með þeim hætti að mögulega sé ástæða til lögreglurannsóknar.“ Guðmundur Helgi segist ekki hafa hugmynd um hvers sé verið að vísa til. „Guðmundur á að vita að hér hefur ekkert breyst í verkferlum gagnvart fjármálum félagsins síðan hann hætti; við erum með sama endurskoðendafyrirtækið,“ segir núverandi formaður. „Allir reikningar fara í gegnum skrifstofustjóra og bókara og mér finnst þetta vera aðdróttanir í garð þessa starfsfólks sem er búið að vera hérna innandyra sumt í 20 ár. Skrifstofustjórinn vann hérna allan tímann með Guðmundi ég mér finnst leitt að hann skuli bera þetta svona á borð.“ Hvað varðar launakjör sín, sem Guðmundur Ragnarson kemur einnig inn á í framboðstilkynningunni, segist Guðmundur Helgi vera á lægri launum en nafni var á sínum tíma. „Munurinn á mínum launum og Guðmundar eru bónus og aukagreiðslur en þær voru teknar af þegar ég byrjaði hérna,“ segir Guðmundur Helgi. „Það þótti bara mjög eðlilegt að stjórnarseta formanns innan félagsins væri innifalin í laununum,“ bætir hann við. Heildarlaun hans séu þannig lægri en heildarlaun Guðmundar Ragnarssonar voru á sínum tíma.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira