Me ynskjer velkommen til vår nye høgreback - Hörður Ingi Gunnarsson! https://t.co/c86jK4Hzdp
— Sogndal Fotball (@sogndalfotball) January 19, 2022
Hörður Ingi, sem er 23 ára, lék 21 af 22 leikjum FH í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Hann er uppalinn hjá FH og gekk aftur til liðs við Fimleikafélagið 2020 eftir dvöl hjá Víkingi Ó., HK og ÍA.
Hörður Ingi lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Mexíkó í fyrra. Hann lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu, þar á meðal alla þrjá leiki þess á EM í fyrra.
Sogndal endaði í 6. sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er Tore André Flo, fyrrverandi leikmaður Chelsea og norska landsliðsins.