Um raforkusölu til neytenda Hinrik Örn Bjarnason skrifar 19. janúar 2022 17:31 N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Neytendur Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun