Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 11:38 Bólusetningar grunnskólabarna á aldrinum sex til ellefu ára hófust í Laugardalshöll fyrir um tíu dögum. Byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21