Leikskólar

Fréttamynd

Af hverju ætti ég að standa með kennurum?

Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Minnst þrír for­eldrar verk­falls­barna hafi misst vinnuna

Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdu leikskólabörnin

Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Örvæntingafullar mæður hringja í stjórnmálafólk um miðjar nætur og grátbiðja um hjálp. Barnavernd komin inn í málin á nokkrum heimilum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­búin að af­lýsa verk­föllum í fjórum leik­skólum

Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti styður verk­falls­að­gerðir kennara

Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra.

Innlent
Fréttamynd

Samið um sjálf­stæða leik­skóla í Reykja­vík

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Börnum fórnað fyrir bætt kjör

Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert verður af verk­falli í Hafnar­firði

Stéttarfélagið Hlíf og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir kjarasamning vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins. Þannig hefur verkfalli sem hefði lamað starfsemi allra leikskóla bæjarins verið afstýrt.

Innlent
Fréttamynd

Kemur til greina að fara dómstólaleiðina

Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Tóku skref í rétta átt um helgina

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Segir verk­föll ekki mis­muna börnum

Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­kenni­legt að vera með örhóp í verk­falli“

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn.

Innlent
Fréttamynd

Brenna líkin á nóttunni

Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin er með plan um að lög­festa leik­skóla­stigið

Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­kennarar á Nesinu fjöl­menntu til fundar við bæjar­stjóra

Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla­verk­fall - slæmur draumur

Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa til­kynnt E. coli veikindin til Sjó­vá

Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana

Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­mæti leik­skólans

Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna.

Skoðun