„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 20:06 Tómas Guðbjartsson telur óráðlegt að fara hratt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Vísir Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00
Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26