Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 13:19 Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands. AP/Alex Brandon Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu. Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira