Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou.
Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla.
„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi.
„Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við.
Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022
More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE
Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks.
Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið.