„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Atli Arason skrifar 24. janúar 2022 07:01 Björn Kristjánsson, leikmaður KR Bára Dröfn Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. „Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild karla KR Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
„Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla KR Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira