Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 19:16 ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“ Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“
Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00
Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01