Örvunarbólusetning ekki orðin virk hjá tveimur sem þurftu á gjörgæslu Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 18:48 Enginn með virka örvunabólusetningu hefur þurft á gjörgæslu. Vísir/Vilhelm Tveir hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir að hafa þegið örvunarskammt bóluefnis við Covid-19. Annar þeirra lagðist inn degi eftir örvun og hinn um viku eftir örvun, því teljast þeir ekki örvunarbólusettir í skilningi rannsóknarhóps Landspítala. Greint var frá því í gær að enginn hefði þurft á gjörgæslu eftir örvunarbólusetningu, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarhóps Landspítala. Í frétt Morgunblaðsins segir hins vegar að tveir einstaklingar hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir örvunarskammt. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala staðfestir það í samtali við Vísi. Hún segir annan þeirra hafa lagst inn í nóvember, einungis einum degi eftir að hafa þegið örvunarskammt. Þá hafi hinn lagst inn þann 1. desember en verið örvunarbólusettur þann 23. nóvember. Almennt er talið að örvunarskammtur verði ekki virkur fyrr en fjórtán dögum eftir bólusetningu. Til að mynda taka reglur um sóttkví þríbólusettra ekki gildi fyrr en að fjórtán dögum liðnum. Niðurstaða rannsóknarhóps standi Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, segir Covid-19 rannsóknarhóp Landspítala hafa farið yfir gögn sín í dag í kjölfar ábendinga um að tveir hafi lagst inn eftir örvunarbólusetningu. Eftir yfirferð gagna sé niðurstaða hópsins sú sama og í gær, að enginn með virka örvunarbólusetningu hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. Hann segir hópinn munu gera grein fyrir því ef nánari rannsóknir bendi til annarar niðurstöðu og að markmið hópsins sé að rannsaka hver áhrif bólusetninga séu á innlagnartíðni. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Greint var frá því í gær að enginn hefði þurft á gjörgæslu eftir örvunarbólusetningu, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarhóps Landspítala. Í frétt Morgunblaðsins segir hins vegar að tveir einstaklingar hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir örvunarskammt. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala staðfestir það í samtali við Vísi. Hún segir annan þeirra hafa lagst inn í nóvember, einungis einum degi eftir að hafa þegið örvunarskammt. Þá hafi hinn lagst inn þann 1. desember en verið örvunarbólusettur þann 23. nóvember. Almennt er talið að örvunarskammtur verði ekki virkur fyrr en fjórtán dögum eftir bólusetningu. Til að mynda taka reglur um sóttkví þríbólusettra ekki gildi fyrr en að fjórtán dögum liðnum. Niðurstaða rannsóknarhóps standi Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, segir Covid-19 rannsóknarhóp Landspítala hafa farið yfir gögn sín í dag í kjölfar ábendinga um að tveir hafi lagst inn eftir örvunarbólusetningu. Eftir yfirferð gagna sé niðurstaða hópsins sú sama og í gær, að enginn með virka örvunarbólusetningu hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. Hann segir hópinn munu gera grein fyrir því ef nánari rannsóknir bendi til annarar niðurstöðu og að markmið hópsins sé að rannsaka hver áhrif bólusetninga séu á innlagnartíðni.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira