„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 16:30 Guðmundur Guðmundsson var duglegur að leiðbeina nýjum mönnum gegn Svartfellingum í dag og hæstánægður með þeirra frammistöðu í leiknum. Getty/Sanjin Strukic „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðmundur er enn staðráðinn í að sleppa því að horfa á leikinn í kvöld þrátt fyrir að eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi í dag sé ljóst að ef Danmörk vinnur þá kemst Ísland í undanúrslit. Hann ætlar að reyna að hvílast eftir mikla rússíbanareið síðustu sólarhringa, en Guðmundur þurfti til að mynda að breyta um leikáætlun snemma í morgun fyrir leikinn við Svartfjallaland, þegar þrír leikmenn losnuðu úr einangrun. Nýja áætlunin svínvirkaði og Ísland vann stórsigur. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er búið að vera mjög, mjög erfitt fyrir okkur. Þetta er eins og krísustjórnun. Við erum í erfiðri stöðu á hverjum einasta degi og fyrir mig sem þjálfara, að undirbúa liðið í þessum aðstæðum hefur þetta verið geysilega erfitt og mikið púsluspil. Ég þurfti að breyta öllu leikplaninu klukkan hálfátta í morgun, þegar nýir menn voru komnir inn,“ sagði Guðmundur. Finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með Hann var hæstánægður með þá Bjarka Má Elísson, Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson sem sneru aftur til leiks. Aron meiddist þó snemma leiks en Guðmundur segir vonir bundnar við að hann geti spilað á föstudaginn, um 5. sæti eða í undanúrslitum gegn Spáni. Bjarki Már Elísson sneri aftur úr einangrun og skoraði úr öllum átta skotum sínum.Getty „Ég vil þakka þeim sem komu inn eftir sjö daga í einangrun fyrir stórkostlega frammistöðu, karakter og vilja. Þetta var ekki einfalt fyrir þá en þeir gerðu það stórkostlega vel. Ég finn svo til með þeim sem að geta ekki verið með okkur. Ég veit að þá langar svo ofboðslega til að spila hérna með okkur. Ég finn til með þeim á hverjum einasta degi. Þetta er ekki einföld staða, að vera lokaður inni í litlu herbergi á meðan að EM er í gangi.“ „Ég vona að við fáum happadísirnar með okkur núna og getum losað fleiri úr einangrun á næstu tveimur dögum. Þetta gekk upp í dag en þetta er lítill hópur til að halda uppi fullum dampi á móti toppliðum. Að því sögðu er ég ótrúlega ánægður með frammistöðu þeirra sem voru að koma inn í liðið. Þeir hafa verið fljótir að setja sig inn í hlutina og ég held ég hafi bara ekki upplifað svona,“ sagði Guðmundur. Hæstánægður með nýju mennina Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon fengu til að mynda frekar stórt hlutverk í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. „Þeir koma inn í vel skipulagt leikplan, þetta er skilgreint fyrir þeim aftur og aftur, og þeir eru bara með þetta. Þeir stóðu sig ótrúlega vel í dag. Maður eins og Þráinn kemur inn í sinn fyrsta landsleik á EM og gerði þetta mjög vel í vörn og sókn. Magnús Óli var með frábæra innkomu og hjálpaði okkur mikið, því staðan er aldrei örugg þegar þetta er komið niður í sex mörk. Hann hjálpaði okkur að leysa hnúta.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08 Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29
Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:20
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20
Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:08
Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 15:53