Átt þú þetta barn? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:01 Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun