Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Guttormur Þorsteinsson skrifar 27. janúar 2022 07:31 Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Utanríkismál Úkraína Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun