Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 10:18 Þvermál kúlunnar sem sjá má hér á myndinni og er hluti kvikmyndaversins á að vera sex metrar. SEE Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug. Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug.
Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00