Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 11:40 Frá sendiráði Rússlands í Berlín. EPA/FELIPE TRUEBA Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga. Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa. Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa.
Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira