Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 14:11 Það sem gerir starfsemi spítalans erfitt fyrir núna er hversu margir starfsmenn eru í einangrun með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. Um mánuður er síðan að Landspítalinn var færður á neyðarstig vegna mikils álags og hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í svörum frá spítalanum kemur fram að enn sé staðan þannig að ekki sé hægt að aflétta neyðarstiginu. Það verði í fyrsta lagi hægt í næstu viku. Ástæðan er fjöldi starfsmanna sem er í einangrun. Þeir eru nú tvö hundruð og nítján. Þar að auki hverfa sautján starfsmenn Klíníkinnar, sem starfað hafa á spítalanum undanfarið, á morgun aftur til fyrri starfa. Þá hefur líka fjöldi starfsmanna spítalans verið í sóttkví undanfarnar vikur. Um helmingur þeirra hefur þó mætt til vinnu. Þetta á við um þá starfsmenn sem hafa verið einkennalausir. Þá má búast við að með breyttum reglum um sóttkví og væntanlegum afléttingum samkomutakmarkana muni þeim fjölga sem greinast með veiruna sem getur haft áhrif á starfsemi spítalans. Í svörum frá spítalanum kemur fram að staðan sé metin daglega og enn um sinn sé ekki tímabært að færa spítalann af neyðarstigi. Í dag liggja þrjátíu og þrír sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru þrír sjúklingar en þar af tveir í öndunarvél Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Um mánuður er síðan að Landspítalinn var færður á neyðarstig vegna mikils álags og hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í svörum frá spítalanum kemur fram að enn sé staðan þannig að ekki sé hægt að aflétta neyðarstiginu. Það verði í fyrsta lagi hægt í næstu viku. Ástæðan er fjöldi starfsmanna sem er í einangrun. Þeir eru nú tvö hundruð og nítján. Þar að auki hverfa sautján starfsmenn Klíníkinnar, sem starfað hafa á spítalanum undanfarið, á morgun aftur til fyrri starfa. Þá hefur líka fjöldi starfsmanna spítalans verið í sóttkví undanfarnar vikur. Um helmingur þeirra hefur þó mætt til vinnu. Þetta á við um þá starfsmenn sem hafa verið einkennalausir. Þá má búast við að með breyttum reglum um sóttkví og væntanlegum afléttingum samkomutakmarkana muni þeim fjölga sem greinast með veiruna sem getur haft áhrif á starfsemi spítalans. Í svörum frá spítalanum kemur fram að staðan sé metin daglega og enn um sinn sé ekki tímabært að færa spítalann af neyðarstigi. Í dag liggja þrjátíu og þrír sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru þrír sjúklingar en þar af tveir í öndunarvél
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43
Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24