Nadal vann Ítalann Matteo Berrettini í undanúrslitaleik þeirra í nótt en settin fóru 6-3, 6-2, 3-6 og 6-3.
HE'S BACK @RafaelNadal defeats Matteo Berrettini 6-3 6-2 3-6 6-3 to reach his 6th Australian Open Final! #AusOpen pic.twitter.com/EodXiqn14N
— Tennis TV (@TennisTV) January 28, 2022
Nadal mætir Daniil Medvedev eða Stefanos Tsitsipas í úrslitaleiknum. Þeirra undanúrslitaleikur fer fram seinna í dag.
Nadal, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur unnið tuttugu risatitla eins og þeir Novak Djokovic og Roger Federer. Hann er tíu árum eldri en Medvedev og tólf árum eldri en Tsitsipas.
Djokovic hefur unnið þetta mót undanfarin þrjú ár en var vísað úr landi af áströlskum stjórnvöldum fyrir að mæta óbólusettur til landsins.
"For me, it's all about the Australian Open."
— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022
@RafaelNadal · #AusOpen · #AO2022 pic.twitter.com/FvpKnmUNay
Nadal hefur aðeins unnið opna ástralska mótinu einu sinni en það er þrettán ár síðan. Frá sigri hans árið 2009 hefur Nadal komist fjórum sinnum í úrslitaleikinn á þessu móti en tapað í öll skiptin, síðast 2019 á móti umræddum Djokovic.
Þetta verður 29. úrslitaleikur Spánverjans á risamóti. Hann hefur unnið þrettán af risatitlum sínum á Opna franska meistaramótinu.
Nadal vann sinn fyrsta risatitil árið 2005, fyrir næstum því sautján árum síðan. Sá síðasti kom í hús árið 2020 þegar hann vann Opna franska.
It's a sixth #AusOpen final for @RafaelNadal
— #AusOpen (@AustralianOpen) January 28, 2022
He outlasts Matteo Berrettini in a 6-3 6-2 3-6 6-3 thriller #AusOpen · #AO2022
: @wwos · @espn · @eurosport · @wowowtennis pic.twitter.com/UIbtfGbKvq