Hársbreidd frá þriðja úrslitaleiknum á jafn mörgum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:45 Patrick Mahomes hefur stigið upp þegar liðið hefur á leiktíðina. Jamie Squire/Getty Images Eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur á Buffalo Bills eru Patrick Mahomes og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs aðeins einum leik frá þriðja úrslitaleiknum í röð. Báðir undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þann 14. febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – fer leikurinn um hina margrómuðu Ofurskál fram. Síðustu tvö tímabil hefur Mahomes stýrt liði sínu til úrslita og nú gæti hann gert slíkt hið sama þriðja árið í röð. It's AFC Championship week. pic.twitter.com/GygsjrXuLu— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 27, 2022 Chiefs og Buffalo Bills mættust í 8-liða úrslitum NFL-deildarinnar í leik sem fer í sögubækurnar. Höfðingjarnir frá Kansas virtust hafa kastað frá sér sigrinum þegar Bills komst yfir með 13 sekúndur eftir á klukkunni. Einhvern veginn tókst Chiefs að jafna metin þökk sé vallarmarki hins sparkvissa Harrison Butker. Skoraði hann alls 12 stig í ótrúlegum sex stiga sigri Chiefs, lokatölur 42-36 eftir framlengdan leik. Chiefs hóf tímabilið illa og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, þar á meðal gegn Bengals. Útherjinn Ja‘Marr Chase gjörsamlega jarðaði Chiefs í þeim leik en hann skoraði þrjú snertimörk í 18 stiga sigri Bengals, lokatölur þá 38-20. Mahomes og félögum tókst að snúa dæminu við eftir slaka byrjun og liðið hefur nú unnið 14 af 19 leikjum sínum til þessa. Bengals hafa á sama tíma unnið 12 leiki og tapað 7 en treysta á að endurtaka leikinn frá leik liðanna þann 11. október á síðasta ári. Two of the most electrifying offensive duos in football.You taking @tkelce and @cheetah, or @Real10jayy__ and @teehiggins5? : #CINvsKC -- Sunday 3pm ET on CBS : NFL app pic.twitter.com/oHV6XHNV8E— NFL (@NFL) January 30, 2022 Klukkan 20.00 mætast Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 23.30 er leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers í hinni undanúrslitaviðureigninni á dagskrá. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Þann 14. febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – fer leikurinn um hina margrómuðu Ofurskál fram. Síðustu tvö tímabil hefur Mahomes stýrt liði sínu til úrslita og nú gæti hann gert slíkt hið sama þriðja árið í röð. It's AFC Championship week. pic.twitter.com/GygsjrXuLu— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 27, 2022 Chiefs og Buffalo Bills mættust í 8-liða úrslitum NFL-deildarinnar í leik sem fer í sögubækurnar. Höfðingjarnir frá Kansas virtust hafa kastað frá sér sigrinum þegar Bills komst yfir með 13 sekúndur eftir á klukkunni. Einhvern veginn tókst Chiefs að jafna metin þökk sé vallarmarki hins sparkvissa Harrison Butker. Skoraði hann alls 12 stig í ótrúlegum sex stiga sigri Chiefs, lokatölur 42-36 eftir framlengdan leik. Chiefs hóf tímabilið illa og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, þar á meðal gegn Bengals. Útherjinn Ja‘Marr Chase gjörsamlega jarðaði Chiefs í þeim leik en hann skoraði þrjú snertimörk í 18 stiga sigri Bengals, lokatölur þá 38-20. Mahomes og félögum tókst að snúa dæminu við eftir slaka byrjun og liðið hefur nú unnið 14 af 19 leikjum sínum til þessa. Bengals hafa á sama tíma unnið 12 leiki og tapað 7 en treysta á að endurtaka leikinn frá leik liðanna þann 11. október á síðasta ári. Two of the most electrifying offensive duos in football.You taking @tkelce and @cheetah, or @Real10jayy__ and @teehiggins5? : #CINvsKC -- Sunday 3pm ET on CBS : NFL app pic.twitter.com/oHV6XHNV8E— NFL (@NFL) January 30, 2022 Klukkan 20.00 mætast Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 23.30 er leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers í hinni undanúrslitaviðureigninni á dagskrá. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira