Bæði lið hafa á að skipa öflugum hópi og var því búist við hörkuleik sem varð raunin.
Sofiane Boufal kom Marokkó yfir snemma leiks en hann skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu. Marokkóar leiddu með einu marki gegn engu í leikhléi.
Mohamed Salah tók til sinna ráða í síðari hálfleik en hann jafnaði metin fyrir Egypta á 53.mínútu.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 100.mínútu skoraði Trezeguet, leikmaður Aston Villa, eftir góðan undirbúning Salah og reyndist það sigurmark leiksins.
FULL-TIME! #TeamEgypt 2-1 #TeamMorocco
— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 30, 2022
The Pharaohs come from behind as goals from Mohamed Salah and Trezeguet seal the semi-final ticket for the Egyptians.#TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #EGYMAR pic.twitter.com/MOWaUtTc5l