Ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu. Hann segir að Genoa muni greiða AZ 1,2 milljónir evra fyrir Albert. Samningur hans við AZ rennur út í sumar.
#Calciomercato @GenoaCFC | È fatta per #Gudmundsson dell'@AZAlkmaar a titolo definitivohttps://t.co/EK5PUevUZT
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 30, 2022
Genoa veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Þjóðverjinn Alexander Blessin er nýtekinn við Genoa en hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á tímabilinu. Áður höfðu Davide Ballardini og Andriy Shevchenko verið látnir taka pokann sinn.
Þess má geta að alnafni og langafi Alberts lék með AC Milan á árunum 1948-49.