Díana vill 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 16:20 Díana Lind Sigurjónsdóttir Díana Lind Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira