„Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR“ Atli Arason skrifar 31. janúar 2022 19:01 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni aftur í Breiðholtið. „Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira