Egill Þór fyrstur Íslendinga í nýja hátæknimeðferð við krabbameini Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 12:24 Egill Þór. Baráttan við krabbameinið hefur verið erfið, æxlið hefur verið illskeytt og stækkað ört. Hann mun nú gangast undir flókna hátæknimeðferð í Lundi í Svíþjóð en læknar vonast til að það muni leiða ráða niðurlögum meinsins. Sjálfstæðisflokkurinn Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarnar vikur og mánuði háð baráttu við eitilfrumukrabbamein. Hann er nú staddur í Lundi í Svíþjóð og mun fyrstur Íslendinga gangast undir nýja hátæknimeðferð við „aggresívu“ krabbameini. Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent