Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 1. febrúar 2022 20:01 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira